Vegan brauðtertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Óhætt er að segja að brauðtertur séu staðalbúnaður þegar kemur að íslensku veisluhaldi, enda oftar en ekki fyrstar til þess að klárast í veislunum. Sláðu því í gegn í næstu veislu og bjóddu upp á litríkar, gómsætar og gullfallegar vegan brauðtertur. 

Okkur hjá Tertugallerí þykir mikilvægt að vegan fólkið okkar geti líka fengið sér gómsætar brauðtertur og bjóðum við því upp á tvær tegundir af vegan brauðtertum. Brauðterturnar eru annars vegar með tómat og basil hummus og hins vegar hvítlauks hummus en þær fást í 16-18 og 30-35 manna stærðum. 

Tómat og basil hummus brauðtertan er í vegan brauði með yndislegu rauðu pestói gert frá grunni af bakarameisturum okkar, feskjum, rauðlauk, grænum ólívum, salati, salti og pipar. Hvítlauks hummus brauðtertan er í vegan brauði sem er með ljúffengu grænu pestói gert frá grunni af bakarameisturum okkar, sólþurkuðum tómötum, döðlum, apríkósum, salati, salti og pipar.

Vegan brauðterturnar okkar eru einstaklega fallegar og ekki síður bragðgóðar. Við hvetjum því landsmenn að halda í hefðina en taka smá snúning og smakka þessar vegan dásemdir. Þú getur séð nánari upplýsingar um brauðterturnar hér.

 

Vegan tapas snitta

Tapas snitturnar okkar hafa einnig slegið í gegn eftir að við hófum sölu á þessum litríku og bragðgóðu snittum. Nokkrar tegundir eru í boði en þar á meðal er dásamleg vegan snitta. Vegan tapas snittan er á olíupensluðu og ristuðu vegan baguette brauði með tómat og basil hummus, vínberi, döðlu, papríku og rauðlauk.

 

Pantaðu tímanlega

Allar terturnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhingar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →