Það haustar vel fyrir skírn eða nafngjöf

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Öll heitum við einhverjum nöfnum sem okkur voru gefin fyrir löngu síðan en sjaldan hugleiðum við hvernig við fáum þessu nöfn. Algengastar eru tvær leiðir, það sem við höfum kallað skírn annars vegar og hinsvegar nafngjöf en munur er á þessum tveimur leiðum.

Oft er talað með almennum hætti um að barn hafi hlotið skírn. Það verður þó að hafa í huga að skírn er í raun og veru ekki nafngjöf heldur kristin trúarathöfn þar sem við verðum þegnar í ríki Krists. Það er þó algengast hér á landi að nafn barns verði fyrst nefnt við skírnina sjálfa og því gefið nafn um leið. Foreldrar leggja því oft mikið á sig að halda tilvonandi nafni barnsins leyndu fram að skírninni.

Það mætti því segja að skírnin í dag feli í sér tvöfalda athöfn þar sem barnið gengur í samfélag kristinna og fær um leið nafn sitt.

En það gerist líka að barn fái veraldlega nafngjöf og þar er átt við barn fær eingöngu nafn án skuldbiningar til nokkurra lífsskoðanna.

Óháð því hvor leiðin verður fyrir valinu er haustið hentugur tími til nafngjafa. Veður er oft ákjósanlegt og ættingjar og vinir hafa lokið fríum sínum og geta því flest mætt og átt notalega samverustund þar sem barni er fagnað með eigin nafni í fyrsta sinn.

Vanti þig tertur fyrir skírn eða nafngjöf geturðu smellt hér. Við bjóðum fjöldan allann af tertum sem henta fyrir tilefnið óháð því hvort þú velur trúarlegu leiðina eða þá veraldlegu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →