Pantaðu veitingarnar í bókaklúbbinn frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ert þú að halda næsta bókaklúbb og hefur ekki hugmynd hvaða veitingar þú ætlar að bjóða uppá eða hvernig í ósköpunum þú ferð að því að gera allt tilbúið fyrir hittinginn? Auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu! Við bjóðum upp á allskyns úrval af tertum, kökum, smurbrauði, snittum, rúllutertubrauði, brauðtertum, bollakökum og margt meira til!

Gómsætar og gullfallegar snittur
Snittur eru tilvaldar fyrir slíka hittinga enda einfalt og þægilegt að bjóða uppá snittur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Við bjóðum upp á fimm mismunandi tegundir af tapas snittum og þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkost.

Tertur sem bráðna í munninum
Franska súkkulaðitertan okkar slær einfaldlega alltaf í gegn. Þessi 15 manna dásemd er einstaklega þétt og mjúk, skreytt með súkkulaðigeli, súkkulaðispónum og ferskum jarðaberjum og bláberjum.
Marengsbomburnar okkar eru ekki síðri en sú franska en Hrísmarengsbomban er 15 manna tveggja laga púðursykursmarengsbomba með hrískúlum og kokteilávöxtum með guðdómlegum vanillurjóma á milli. Tertan er að lokum hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóa kroppi. Skoðaðu nánar allt marengstertuúrvalið okkar hér!

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →