Pantaðu veitingarnar fyrir steypiboðið frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Steypiboð fyrir verðandi foreldra er yndisleg hefð til að fagna tilkomu barna, en líka frábær afsökun að hitta fólkið sitt og borða góðar veitingar. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á bakstrinum fyrir steypiboðið og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu!

Fátt er vinsælla í veislum en rúllutertubrauð og brauðtertur. Hjá okkur er hægt að fá tvær gerðir af rúllutertubrauðum og á sex mismunandi tegundir af brauðtertum. Þar á meðal eru að sjálfsögðu tvær vegan brauðtertur. Hægt er að fá brauðterturnar í tveimur stærðum, 16-18 manna og 30-35 manna.

Punkturinn yfir i-ið í steypiboðum er að sjálfsögðu steypiboðs-tertan. Hjá okkur er hægt að fá Gæfutertu, Barnalánstertu og Ljósálf með bleiku eða bláu kremi inn í. Tertur með mynd slá alltaf í gegn en hægt er að setja mynd eða texta á tertuna sem tengist verðandi foreldrum. Skoðaðu úrvalið okkar af veitingum tilvalin fyrir steypuboðið hér!


Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →