Nýjung hjá Tertugallerí – litlir kleinuhringir
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugallerí kynnum enn eina nýjungina í vöruúrvali okkar – ljúffenga og gullfallega kleinuhringi. Þessir litríku og bragðgóðu kleinuhringir henta við öll tækifæri, hvort sem það sé á fundinn, í veisluna, útskriftina, steypiboðið eða í hádegisverðinn með vinunum. Gerðu því vel við þig og þína og skreyttu veisluborðið með guðdómlegum kleinuhringjum. Hafa ber í huga að kleinuhringirnir eru smáir og koma því 30 stykki af kleinuhringjum saman í bakka. Hægt er að velja um fimm mismunandi bakka af kleinuhringjum:
- Litlir kleinuhringir með brúnum glassúr og nammi
- Litlir kleinuhringir með karamelluglassúr og nammi
- Litlir kleinuhringir með karamelluglassúr og brúnum glassúr
- Litlir kleinuhringir með brúnum glassúr
- Litlir kleinuhringir með karamelluglassúr
Pantaðu tímanlegaAllar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: afmæli, Fermingar, fyrirtækjatertur, skírn, Útskrift, Veisla, þitt tilefni