Kökustandar fyrir brúðkaup, skírnir, fermingar og útskriftir

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hjá Tertugalleríinu fæst eins og kunnugt er mikið úrval af tertum fyrir öll tilefni og þar á meðal auðvitað líka fyrir brúðkaup. Fyrir fjölmenn brúðkaup er oft stór útgjaldaliður að kaupa nægilega mikið af brúðkaupstertum fyrir alla gestina en oft lítur fólk framhjá hagkvæmari kostum þar sem örlítil útsjónarsemi getur tryggt nægar veitingar fyrir alla, fyrir mun lægri kostnað.

Hér erum við að tala um kökustanda sem hægt er að kaupa víða á veraldarvefnum, til dæmis á vefsíðunni Etsy, en þá er leitað eftir leitarorðinu "Tiered cake stand". Algengt er að innan fjölskyldna þá leynist svona standar sem notaðir eru fyrir allskonar hátíðleg tilefni eins og einmitt brúðkaup en líka fermingar, skírnir og útskriftir. Það borgar sig því líka að spyrja hvort einhver nákomin lumi á slíkum dýrgrip.

Þegar búið er að finna rétta standinn er auðvelt að panta ljúffenga tertu hjá Tertugallerí fyrir tilefnið án þess að hafa áhyggjur af því að ekki verði nóg til fyrir fjölmennustu veislur.

Smellið hér til að sjá tertur sem henta fyrir brúðkaup og stallaða standa.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →