Haltu uppá afmælið með veitingum frá Tertugalleríinu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríi Myllunnar elskum afmæli. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða sex eða 60 ára afmæli, við erum með veitingarnar. Vinsælasta tertan hjá Tertugalleríinu er Afmælistertan með nammi, texta og mynd en tertan er einstaklega bragðgóð. Afmælistertan er með einföldum súkkulaðitertubotni með súkkulaði, skreytt með lakkrís, M&M, ávaxtarhlaupi og dásamlegu brúnu smjörkremi á kantinum. Sendu okkur mynd og texta sem við prentum á tertuna. Valmöguleikarnir eru endalausir. Einnig er hægt að fá prentaða mynd á bollakökur. Skoðaðu bollakökurnar okkar hér


Fátt er vinsælla í veislum en gott smurbrauð og bjóðum við upp á gómsætt úrval af bæði rúllutertubrauðum, brauðtertum, smurbrauðsneiðum og snittum. Fyrir þá sem eru vegan er hægt að skoða allt vegan úrvalið okkar á einum stað. Smelltu hér!

Litlu og litríku kleinuhringirnir okkar slá alltaf í gegn. Kleinuhringirnir eru afskaplega krúttlegir og getur þú valið um fimm mismunandi bakka af kleinuhringjum. Um er að ræða kleinuhringi með brúnum glassúr og nammi, karamelluglassúr og nammi, karamelluglassúr og brúnum glassúr. Einnig er hægt að fá bakka með eingöngu brúnum glassúr og eingöngu karamelluglassúr.
Auðveldaðu þér fyrirhöfnina við baksturinn og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →