Bleikar tertur söfnuðu 458 þúsundum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og góðir viðskiptavinir okkar vita runnu 15% af allri sölu Tertugallerísins í bleikum vörum í október til Krabbameinsfélags Íslands í tilefni af átaksverkefninu Bleikur október en átakið fjallar um baráttuna gegn krabbameini hjá konum og er árlegur viðburður.

Tertugallerí bauð upp á fjórar vörur í tilefni átaksins, allar í bleiku og voru fyrirtæki og einstaklingar dugleg að nýta sér tiltækið og styðja við átakið.

Tertugalleríið hefur núna skilað því sem safnaðist vegna átaksins en það voru kr. 458.002 sem renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands. Við hjá Tertugalleríinu þökkum ykkur viðskiptavinum fyrir að hjálpa okkur við söfnunina og vonum að átakið heppnist enn betur á næsta ári.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →