Áfram Ísland - Áfram súkkulaðiterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er ekki hægt að neita því að andrúmsloftið í samfélaginu sé skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. HM veislur eru að finna á mörgum heimilum sem og vinnustöðum, og umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik.

Það er sami stemmari hjá Tertugalleríinu og viljum við því mæla með skotheldri leið til að koma þínum gestum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Þú getur fengið súkkulaðitertuna sem 15 manna, 30 manna eða 60 manna.

Við bjóðum einnig upp á bollakökur með íslenska fánanum sem svíkur engan, frekar en súkkulaðitertan okkar. Hugum að þeirri íslenskri stemmningu sem er allsráðandi nú þegar íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti í milliriðlinum á HM og komum vinnufélögunum, fjölskyldunni eða vinunum á óvart með vel skreyttum tertum frá Tertugalleríinu.

Það er því ekki eftir neinu að bíða því við hjá Tertugalleríinu erum aðeins einum músarsmelli frá þér og þinni HM veislu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →