Bjóddu upp á kræsingar frá Tertugalleríinu í saumaklúbbnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Kransablómin frá Tertugalleríinu eru bragðgóð og sívinsælHjá mörgum markar menningarnótt sumarlok. Líkt og gamla árið er kvatt á gamlárskvöld með flugeldasýningu lokar hápunktur menningarnætur, flugeldasýningin, sumrinu. Skólarnir eru byrjaðir, þeir síðustu skila sér í vinnu úr sumarfríum og rútínan hjá flestum tekur við.

Þótt margir fyllist söknuði þegar sumarið er kvatt þá eru nú samt margir þeirrar skoðunar að hver árstíð hafi sinn sjarma, enda geta haustkvöldin verið óviðjafnanleg að fegurð.

Eitt af því sem tekur aftur til starfa eftir sumarfrí eru saumaklúbbar. En þá þarf víst vart að kynna fyrir lesendum þessarar síðu. Sumir af saumaklúbbunum hafa verið starfræktir síðan meðlimir þeirra sátu á menntaskólabekk og því ljóst að ýmislegt hefur á drifið á daga kvennanna í þeim saumaklúbbum.

Eins og lesendur vita er kaffimeðlætið í saumaklúbbinn ómissandi þáttur þegar meðlimirnir í saumaklúbbnum hittast. Hjá Tertugalleríinu eigum við líka mikið úrval af kökum og kræsingum fyrir öll möguleg og ómöguleg tilefni.

Kynntu þér úrvalið á kökum og kræsingum og pantaðu eitthvað ljúffengt til að hafa á boðstólnum næst þegar þú heldur saumaklúbbskvöld.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →