Haustið er komið!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jafndægur eru tvisvar á ári, vorjafndægur og haustjafndægur. Á haustin breytist litaflóra landsins. Grænn litur sumarsins víkur fyrir jarðlitum haustsins, gulum lit, appelsínugulum og rauðleitum. Ef einhvern tíma er tilefni til að fá sér skonsu eða eplaköku þá er það við upphaf hausts. Skoðaðu tillögur okkar hjá Tertugalleríinu af tertum og öðru meðlæti með kaffinu sem gott er að bjóða upp á með haustkaffinu.

Hvað er jafndægur? Jafndægrin eru tvö og miðast við sólstöður. Vorjafndægur er 20.- 21. mars ár hvert en haustjafndægur 22.- 23. september. Tímasetningin hnikast eilítið til á milli ára eftir því hvernig stendur á hlaupári sem er fjórða hvert ár.

Á haustjafndægri gerist nokkurn vegin það sama og á vorjafndægri. Á ákveðnum tíma á jafndægri þá stendur sólin beint yfir miðbaug jarðar og er stundum sagt að þá sé dagur og nótt jafn löng. Á vorjafndægri lengist dagurinn en styttist á haustjafndægri um 6-7 mínútur á hverjum degi.

Haustið er fallegur tími enda breytir þá landið um lit og jarðlituð kápa leggst yfir flóruna. Náttúra Íslands er ægifögur í hauststillunni svo langt sem augað eygir. Sólin er líka svo falleg á haustin. Þótt tekið sé að kólna eilítið er fátt betra en að fá sér göngutúr í fallegri náttúrunni.

Bjóddu mömmu þinni upp á tertu
Það er góð hugmynd að bjóða vinum og vandamönnum í haustkaffi og fagna komu jafndægurs. Bollakökurnar okkar frá Tertugalleríinu eru gómsætar og slá í gegn í öllum krakkaboðum. Eplakakan er svakalega ljúffeng og rennur vel niður með með ís og kaffi. Skonsurnar okkar eru líka magnaðar og bestar með klassísku hangikjöti eða osti. Fagnaðu því að náttúran er að skipta um lit með tertum og meðlæti frá Tertugalleríinu. Þú átt það skilið!

Pantaðu tímanlega
Mundu að panta tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta tertu fyrir gjafaboðið á sunnudag þá þarftu að panta tertuna fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir tertur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →