Bjóddu ástinni þinni upp á kransablóm

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hefð er fyrir því víða um heim að fólki sendi ástinni sinni gjafir á borð við konfekt, blóm og geri vel við hann eða hana á Valentínusardaginn. Valentínusardagurinn rennur upp 14. febrúar næstkomandi. Á vef Tertugallerísins má fá ýmsar hugmyndir um góðgæti í tilefni dagsins og panta tertu til að senda ástinni sinni á Valentínusardaginn.

Valentínusardagurinn er nefndur eftir heilögum Valentínusi. Ekki er með fullu vitað hver sá var en talið er að sögur af honum séu samsuða af þremur einstaklingum, þremur Valentínum sem urðu píslarvottar. Hugsanlegt er að einn þeirra hafi verið Valentínus frá Internamna í Úmbría-héraði á Ítalíu sem varð biskup þar um 197 eftir Krist. Annar var Valentínus, prestur frá Róm sem komst í heilagra manna tölu einhvers staðar í kringum árið 496 eftir Krists burð. Lítið er hins vegar vitað um þann þriðja sem mun hafa heitið Valentínus að öðru leyti en því að hann var tekinn í heilagra manna tölu í Afríku.

Ýmsar sögur fara af góðverkum og lækningum Valentínusanna þriggja en Valentínus frá Róm er sagður hafa reynt að snúa Kládíusi II keisara Rómverja til kristni. Það gekk ekki og var hann tekinn af lífi. Áður en til aftökunnar kom mun hann hins vegar hafa gefið blindri dóttur fangelsisstjórans sýn. Eftir að hún gat séð á ný á hann að hafa sent stúlkunni kort og er það gjarnan sagt fyrsta Valentínusarkortið.

Talið er að dagurinn 14. febrúar hafi í fyrsta sinn verið tengdur elskendum á 14. öld þegar enski rithöfundurinn og skáldið Geoffrey Chaucer skrifaði um daginn í riti sínu Fuglaþing frá árinu 1382. Þar skrifaði Chaucer um fuglana og sagði þá koma saman á þessum degi og finna maka sinn.

Frá 14. og 15. öld og allt fram á miðja 20. öld tíðkaðist að fólk sendi elsku sinni ljóð og annað ritað efni um ástina. Um miðjan 20. öld fór fólks víða um heim hins vegar að senda ástinni sinni ýmislegt góðgæti og hluti á borð við sælgæti og skartgripi. Elsta heimildin um að haldið væri upp á Valentínusardaginn hér á landi er frá árinu 1958 en þá seldu blómaverslanir í Reykjavík litla blómvendi í tilefni dagsins.

Það er tilvalið að njóta dagsins með ástinni sinni með einhverju sætu og seiðandi. Við hjá Tertugalleríinu mælum til dæmis með kransablómunum, skúffuköku með karamellukremi eða marengsbombu .

Á nýjum vef Tertugallerísins er með fáeinum smellum hægt að panta tertur fyrir hin ýmsu tilefni og viðburði, senda inn myndir og texta til að hafa á tertunum og greiða fyrir þær. Skoðaðu nýjan vef Tertugallerísins og pantaðu tertu í tilefni dagsins. Athugaðu að panta þarf tertur með 2-3 daga fyrirvara. Á álagstímum getur hann orðið lengri.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →