Marsípanterturnar henta við ýmis tækifæri

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Marsípantertur eru vinsælar fyrir ýmis tilefni, hvort sem um er að ræða brúðkaup, stórafmæli eða bara tímamót á vinnustaðnum. Í grunninn er marsípan blanda af muldum möndlum annars vegar, og sykri eða hunangi hins vegar. Deilt er um uppruna þessarar gómsætu blöndu, en víst þykir að hún varð til við Miðjarðarhafið.

Marsípanið getur verið ólíkt eftir því hver uppruninn er. Í ríkjum Evrópusambandsins má ekki kalla vöru marsípan nema hún innihaldi að minnsta kosti 14% möndluolíu, og rakastigið sé ekki yfir 8,5%. Á Norðurlöndunum, Spáni og víðar, er yfirleitt talað um að marsípan þurfi að innihalda að minnsta kosti 50% möndlumjöl. Virtir framleiðendur notast við enn hærra hlutfall.

Marsípan er notað í ýmiskonar sætindi, en algengast er að það sé notað í kökur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á ýmsar tegundir af tertum með marsípani, sem henta við ýmis tækifæri.

Við bjóðum upp á fjórar bragðtegundir af svamptertubotni með frómasfyllingu og ávöxtum: Jarðarberjafrómas með jarðarberjum, súkkulaðifrómas með kokteilávöxtum, irish coffee frómas með kokteilávöxtum eða karamellufrómas með daim og kokteilávöxtum.

Við bjóðum líka upp á að prenta myndir á marsípan til að setja ofan á aðrar gerðir af kökum, til dæmis klassíska súkkulaðiköku.

Marsípanið er vinsælt víða um heim, og því ekki skrítið að fólk hafi áhuga á uppruna þess. Sagnfræðingar eiga erfitt með að skera úr um hvort marsípanið gómsæta sé upprunnið á Spáni eða í Íran, sem hét reyndar Persía þegar menn fóru fyrst að gera tilraunir með að blanda saman möndlumjöli og sætindum. Hefðin fyrir marsípanáti er þó löng, og til dæmis minnst á blöndu af möndlumjöli og sykri í bókinni Þúsund og ein nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi á íslensku.

Spánverjar segjast stoltir hafa fundið upp marsípanið, og víst er að kökur og sætindi með marsípani eru sérstaklega vinsæl þar í landi. Þeir sem taka undir kenningar um að marsípanið hafi orðið til þar reikna með að það hafi orðið til í kringum árið 1150.

Aðrir trúa því að Persar hafi fyrstir manna búið til marsípan, og að leið þess hafi legið til Evrópu í gegnum Tyrkland. Víst er að marsípan er vinsælt í bæði Ungverjalandi og á Ítalíu, og mikil hefð fyrir marsípangerð í sunnanverðu Þýskalandi.

Þó ekki sé útilokað að marsípan-blandan góða hafi orðið til á tveimur stöðum á svipuðum tíma voru mikil viðskipti stunduð í ríkjum við Miðjarðarhafið, og í raun ómögulegt að segja hverjir borðuðu fyrst möndlumjöl og sætuefni í þessari dásamlegu blöndu.

Hvert svo sem tilefnið er bjóðum við hjá Tertugalleríinu upp á ýmsar útfærslur af gómsætum marsípantertum sem munu án efa slá í gegn. Hægt er að panta ýmsar stærðir, frá nettum 12 manna kökum upp í stórar kökur sem duga fyrir 40 manns.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →