Bleikur október er hafin
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Október er bleikur mánuður og þá fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Átakið hefur verið haldið í meira en tíu ár og hefur bleiki liturinn ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það. Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2024, blæs Krabbameinsfélagið til opnunarhátíðar í Háskólabíói í dag 1. október þar sem bleik stemmning verður allsráðandi.
Miðvikudaginn 23. október nær átakið hámarki en þá er Bleiki dagurinn. Þann dag biður Krabbameinsfélagið alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku.
Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár er Sigríður Soffía Níelsdóttir (Sigga Soffía), en hún hefur áður verið í samstarfi við Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Sýningin hennar „Til hamingju með að vera mannleg” var t.d. hluti af opnunarhátíð Bleiku slaufunnar 2023. Einnig hefur hún framleitt Bleika blómakassa til styrktar Krabbameinsfélaginu í Bleiku slaufunni og við ótrúlega fallegt blómabeð hennar í Hallargarðinum í Reykjavík hvatti hún fólk til að styrkja félagið.
Hönnun bleiku slaufunnar er innblásin af þremur eldblómum sem mynda skínandi blómakrans sem lítur út fyrir að hafa verið dýft ofan í fljótandi málm. Bleika slaufan er næla sem er hönnuð eins og flugeldasýning þar sem flugeldar eru sprengdir upp í ákveðinni röð til að mynda ákveðna mynd eða blóm sem springa út. Í slaufunni frystum við augnablikið, líkt og í flugeldasýningu á hápunkti.
Tertugalleríið hvetur þig til að styðja átak Bleiku slaufunnar
Við hjá Tertugalleríinu verðum með bleikar tertur, bleikar bollakökur og bleikar Mini möndlukökur í tilefni bleiks október. Bleiku terturnar eru með ljúffengum og þéttum súkkulaðibotni og skreyttar með fallega bleiku kremi á hliðunum. Allar terturnar eru með mynd sem prentuð er á gæða marsípan. Hafðu í huga að textinn á myndunum „Bleika tertan þín“ er einungis sýnishorn af mynd. Þú getur valið þína eigin mynd og sendir hana inn þegar þú pantar. Bleiku bollakökurnar eru ljúffengar með bleiku kremi og koma 16 stykki saman í kassa. Bleiku Mini möndlukökurnar eru klassískar og flauelsmjúkar og koma 20 stykki saman í kassa.
Þú getur pantað frábæra og gómsæta bleika tertu og aðrar bleikar veigar hjá Tertugalleríinu með bleika kaffinu í tilefni af Bleika deginum. Bleika slaufan fær 15 prósent andvirði af bleiku pöntuninni pantir þú bleikar tertur og kökur sem sækja skal frá og með 16. til 23. október næstkomandi.
Nýttu tilefnið og taktu þátt og bjóddu fjölskyldunni, viðskiptavinum og starfsfólki bleikar tertur og kökur með kaffinu, te-inu eða mjólkinni. Smelltu hérna og skoðaðu allt okkar úrval af veisluveigum!